Halakot 0, Selfoss

TilboðLóð / Jarðir
827 m2
0 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 0
Stofur
Baðherbergi
Svefnherbergi
Ásett verð Tilboð
Fasteignamat 27.578.000 Kr.
Brunabótamat 66.050.000 Kr.
Byggingarár 0

Lýsing


EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN.

Jörðin Halakot í Flóahreppi. Einstök staðsetning í 7 km fjarlægð við Selfoss. Allt malbikað nema örfáir metrar. Frábærar reiðleiðir. Heitt vatn.

Um er að ræða m.a. glæsilegt (átthyrnt) hesthús með innb. hesthúshöll/ þjálfunaraðstöðu, 
og studio íbúð samtals 532,4 fm og stórt tvílyft íbúðarhús með studióíbúð og bílskúr samtals 294,6 fm.
Samtals stærð eignar 827 fm. Samtals stærð lands er ca 7,8 hektarar,

Heitt vatn. Frábær staðsetning í ca 7 km fjarlægð frá Selfossi (5 mín akstur) Malbikað alla leið.

Hesthúsið (fasteignanúmer F2200769) skiptist m.a. þannig: 22 eins hesta stíur og 6x2ja hesta stíur samtals 34 hestar. Innréttingar úr eik og galvinerseruðu efni. Járningaraðstaða, kaffistofa, hlaða ofl. Nokkur gerði fylgja við hesthúsið svoog reiðgerði í landinu umlukið trjám sem veitir gott skjól.
Lítil studióíbúð er í hesthúsinu með sérinngang. 
Húsið er uppsteypt, (kjallarinn þ.e. haughús sem er vélmokað) en haughús er ekki í fermetratölu eignar.

Límtrés burðabitar í loftum og veggjum, yleiningar í þaki. Heitt vatn á mæli og 3ja fasa sérrafmagn.
Með hesthúsinu fylgir ca 7,8 hektarar land, þ.e. beitiland (en þó nokku er af trjám í landinu líka).


Íbúðarhúsið (fasteignanúmer F2200771) er fallegt og stórt á 0,65 hektara skógivaxinni lóð. Húsið er samtals með bílskúr og studioíbúð 294,6 fm. 

Húsið skiptist þannig: Neðri hæð: forstofa, flísar, rúmgott baðherbergi ( ekki fullbúið ) gluggi þar. Ágætt þvottaherbergi með flísum á gólfi.
Hol, glæsilegt stórt eldhús og rúmgóð borðstofa, rennihurð útá 70 fm sólpall með heitum potti. Allt nýtt í eldhúsi þ.e. innrétting og tæki.
Stofan er björt og góð. innaf holi er ágætt snyrting.  Flísar á gólfum neðri hæðar. Hiti í nýjum gólfum nema stofu (ofnar þar) 

Efri Hæð. Frá holi er hringstigi uppá efri hæðina, (timburgólf) en þar eru tvö herbergi, rúmgott svefnherbergi, sjónvarpshol, og fataherbergi á gangi. Plast parket á gólfum.

Fallegur garður með trjám, 70 fm timburverönd með heitum potti. 

Stór bílskúr (byggður 2001 timbur) 105.9 fm auk góð 22 fm studioíbúð á millilofti. Samtals 127,9 fm. 

Íbúðarhúsið byggt úr steypu (1947) og klætt að utan, er samtals 166,7 fm + bílskúr og studioíbúð 127,9 fm samtals 294,6 fm. Sérrafmagn og sérhiti.
Að sögn eiganda þá er búið að gera aftirfarandi: Í íbúðarhúsi:
Nýlegar skólplagnir/frárennslislagnir. Nýlegir gluggar og gler í húsinu. (árið ca 2000) Nýlega einangrað loft á milli hæða íbúðarhúsi. (árið 2000)

Íbúðarhúsinu fylgir smá hlutdeild í hitaveitu holu sem er í Oddgeirshólum. því er  kostnaður í dag er einungis kr..ca 5300 pr. mán við að hita upp íbúðarhúsið. 
Önnur hús á jörðinni eru með sérmæli og borga meira hlutfallslega. (voru ekki upphaflega hluti af jörðinni, húsin byggð eftir að holan var til.) 

Ath. Seljandi mun gera nýtt landnúmer og fastanúmer vegna eignarinnar, Fasteignamat og brunabótamöt eru því ekki rétt í dag, (vantar íbúðarhús inní)
Möguleiki er að kaupa meira land af seljanda ef með þarf í framtíðinni. Tveir gámar staðsettir á lóð við hesthús fylgja.

Kaupandi mun fá forkaupsrétt af óræktuðu landi og nýrra einbýli í eigu seljanda.

Allar uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölsutj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is
Freyja M Sigurðard. lgf.

 

Kort
Sölumaður

Helgi Jón Harðarson
Netfang: helgi@hraunhamar.is
Sími: 893-2233
Senda fyrirspurn vegna

Halakot 0


CAPTCHA code