Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.
Hraunhamar kynnir fallega þriggja herbergja íbúð á annarri hæð við Hvammabraut 14 í Hafnarfirði. Íbúðin er 89,4 fm með geymslu. Íbúðin er vel staðsett í suðurbæ Hafnarfjarðar og er stutt í skóla og leikskóla. Fallegt útsýni.
Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, stofa, eldhús með borðkróki, tvö svefnherbergi, baðherbergi, svalir og geymsla. Auk þess er sameiginlegt þvottahús.
Nánari lýsing: Komið er inn í flísalagða forstofu með nýjum fataskáp. Eldhús er flísalagt og með smekklegri innréttingu, góður borðkrókur er í eldhúsinu. Stofa er björt og rúmgóð og þaðan er utangengt út á stórar suðvestur svalir, þaðan er fallegt útsýni. Parket er á gólfi í stofu.
Baðherbergi er fallegt og nýlega uppgert, flísalagt með baðkari, þar er sturtuaðstaða.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum og parketi á gólfi. Gott barnaherbergi með parketi á gólfi.
Á hæðinni fyrir neðan er sameiginlegt þvottahús og í kjallara er sérgeymsla með góðum vegghillum. Í kjallara er einnig reglubundin sameign/hjólageymsla. Stigagangur er nýmálaður og nýteppalagður.
Þetta er falleg og vel skipulögð eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali í s. 698-2603 eða í gegnum tölvupóst á hlynur@hraunhamar.is