Byggðarhorn búgarður 40, 801 Selfoss
Tilboð
Lóð/ Jörð
7 herb.
1060 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2009
Brunabótamat
230.400.000
Fasteignamat
102.190.000

Hraunhamar kynnir í einkasölu: Byggðarhorn 40 Selfoss, glæsilegur fullbúinn vandaður búgarður með miklum nýlegum húsakosti (nýbýli) sem telur m.a. glæsilegt einbýli á einni hæð 306,3 fm, gestahús/baðhús 40 fm, hesthús 112 fm og reiðhöll 450 fm, einnig verkstæði 112 fm.  Húsakostur því samtals 1.060.30 fm.
Einnig getur fylgt að auki fullbúið ca 60 fm gestahús sem er ekki í opinberum fermetratölu eignar.
Staðsetning er frábær eða ca 1 km loftlína frá Selfossi (3-5 mín keyrsla).

Sjón er sögu ríkari !
Einstök eign fyrir vandláta sem vilja láta fara vel um sig í sveitinni en samt með alla þjónustu, skóla ofl. við hendina (Selfoss).

Landið umhverfis húsið er 4 hektarar eða 40.000.- fermetrar eignarland, möguleiki er að kaupa allt að 35 hektara til viðbótar. Búið er að planta mikið af trjám í landinu og þá sérstaklega í kringum húsin.

Húsin skiptast þannig: glæsilegt nýlegt 306,3 fm einbýli á einni hæð í funkis stíl með stórum gólfsíðum gluggum. Rúmgóð forstofa, gangur/hol, glæsilegar stofur þ.e. stofa og borðstofa með rennihurð út í s-garðinn og veröndina, glæsilegt eldhús sem er opið inn í stofu rýmin, vönduð innrétting og tæki, stór sjónvarpsskáli/herbergi ef vill. Svefnálma: gangur með gólfsíðum gluggum og rennihurð út í garðinn og veröndina. 
4 stór barnaherbergi með skápum, hjónasvíta með fataherbergi og innangengt í baðherbergið. Glæsilegt rúmgott baðherbergi með glugga. Rúmgott þvottaherbergi með sérútgang, innrétting og vaskur þar. Flísar á öllum gólfum. 

Halogen lýsing. Hátt til lofts. Hiti í gólfum. Hús eru klædd með áli/járni að utan.

Gestahús/baðhús/sauna er vandað og notað líka sem gestahús.
Gestahús er 2ja herbergja, vandað og allt sér, eldhús, herbergi/stofa baðherbergi ofl. (ekki í obinberum fermetratölu eignar).

Reiðskemma er 450 fm. (innangengt í hesthúsið).
Hesthús er vandað og er innangengt í reiðskemmu. 
Vélaskemma er fín, góð lofthæð og innkeyrsludyr. 
Hestagerði er rúmgott og í miklu skjóli.
Lokaúttekt eigna er í vinnslu. 
 
Eign í algjörum sérflokki
. VERÐTILBOÐ

Nánari upplýsingar veitir  Helgi Jón Harðarson sölustjóri Hraunhamars s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is
Freyja M Sigurðard. lgf.

www.hraunhamar.is
www.facebook.com/hraunhamar

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.