Kirkjuland , 116 Reykjavík (Kjalarnes)
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
0 herb.
242 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
85.070.000
Fasteignamat
56.805.000

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN.

Hraunahamar fasteignasala kynnir: Jörðina Kirkjuland á Kjalarnesi. (Tilheyrir þó Rvk.) VERÐTILBOÐ.


Um er að ræða fallegt 212 fm. einbýlishús með bílskúr sem innréttaður er sem studíóíbúð, að auki er 167,2 fm.  rúmgott 11 hesta hesthús og vélageymsla.  
Eigninar standa á samtals 62.541 fm. eða 6,5 hektara eignarlandi og er mjög stór hluti þess í rækt og nýtanlegt. Glæsilegt útsýni yfir borgina. 
Ægifagurt
útsýni er frá Kirkjulandi til fjalla, en Kirkjulandið er við rætur fjallsins. Góð fjárfesting.

Tilvalin eign fyrir hestafólk og útivistarfólk  eða fólk sem vill hafa rúmt í kringum sig og stóra lóð.
Einbýlishús og studíóíbúð er í leigu í dag með góðum leigutekjum. 


Einbýlishús skiptist þannig: Forstofa, sjö svefnherbergi, baðherbergi, stofa/borðstofa, eldhús, þvottaherbergi, tvöfaldur bílskúr sem nýlega er búið að breyta í snyrtilega stúdíóíbúð. Mjög rúmgott alrými er bakatil við húseign. Góð verönd til vesturs út frá húsi og er steyptur skjólgóður veggur með gluggum í á þeirri hlið, sturtuaðstaða í útihúsi og einnig heitur pottur á verönd. 

Nánari lýsing á einbýlishúsi. Forstofa með flísum á gólfum, gestabaðherbergi og eitt herbergi er inn af forstofu. Herbergjagangur og innaf gangi er rúmgott baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturtuklefa, baðkar og speglaskápur er á vegg ofan við vask. 
Þrjú svefnherbergi eru innaf herbergjagangi og er fataskápur í hjónaherbergi. Rúmgott eldhús með rúmgóðri eldhúsinnréttingu, rúmgóður borðkrókur. 
Þvottaherbergi innaf eldhúsi. Úr eldhúsi er inngegnt í rúmgott og bjart alrými og þaðan er útgengt í baklóð. 

Bílskúr er í dag innréttaður sem stúdíóíbúð með eldhúskrók sem opið er inní alrými, snyrtilegt baðherbergi með sturtuklefa, innréttingu í kringum og undir vask, veggskápur og handklæðaofn. Rúmgott rými þar sem að hitagrind hússins er og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.

Vélageymsla og hesthús er ofan við einbýlishús og er góð aðkoma að því, innheyrsluhurð með góðri lofthæð er inní vélasal. Kaffistofa er innaf vélarsal, hesthús er rúmgott með pláss fyrir 11 hesta og sér hnakkageymslu. Hestagerði er framan við hesthús. 

Húseignir líta allar mjög vel út að utan og er búið að klæða einbýlishúsið að hluta með bárujárni. 
Gólfefni: Parket, harðparket, flísar og dúkur er á gólfum eignar. 

Lækur rennur í gegnum jörðina og er búið að útbúa góða heimkeyrslu að húseign og er skjólgóður gróður í kringum húseignina. 
Lítill hænsnakofi er við hlið hesthúss. 
Búið er að rífa 76 fm gamalt hesthús sem stóð á lóðinni.

Nánari uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. í s. 893-2233 eða á helgi@hraunhamar.is
Freyja Sigurðardóttir lgf. 

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.