Berustaðir 1, 851 Hella
89.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
0 herb.
65535 m2
89.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
83.442.000
Fasteignamat
22.579.000

EIGNIN ER SELD.

Hraunhamar kynnir: Jörðin Berustaðir 1, í hinum vinsæla Ásahreppi, landnr. 165269. (Lögbýli).  Um er að ræða rúmlega 100 hektara jörð sem er afar grasgefin, jörðinni fylgir einbýli á einni hæð auk skemmu/hesthúss og eldri bygginga. Útsýni er mikið og fallegt.  Heitt vatn/hitaveita og ljósleiðari er kominn inn í hús og tengdur.
Um er að ræða afar áhugaverða eign í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og malbikað alla leið. Stutt er í alla þjónustu.
 Tilvalin eign fyrir  t.d. hesta og eða skógræktarfólk.

Skv. skráningu Þjóðskrár er jörðin öll 149,9 hektarar auk hlutdeildar í Holtamannaafrétti. (Undanskildir í sölu þesssari eru ca 50 hektarar, sem möguleiki er að kaupa sér).  Veiðifélag er um veiði á afréttinum. Þjónusta og umsjón sveitarfélagsins er til fyrirmyndar og útsvarsprósenta í lágmarki.  Ath. ekki er til teikningar hjá byggingafulltrúa af eigninni.
Kaupandi skiptir jörðinni í tvo hluta á sinn kostnað, (teikna og mæla, nýtt fastanúmer/Landnúmer, og fær samþykki frá aðliggjandi jörðum/löndum ofl) og lætur skrá það hjá Þjóðskrá,  þannig að kaupandi kaupir ca 100 hektara og eftir yrðu þá ca 50 hektarar sem seljandi myndi halda eftir.

Íbúðarhús byggt 1980 úr timbri samtals 134 fm.
Útihús samtals skráð 727,4 fm. (stærðina getur seljandi ekki staðfest í dag)
Ræktað land er skráð 35,1 hektari. (stærðina getur seljandi ekki staðfest í dag)


Nánari lýsing:
Íbúðarhús: þokkalegt 5-6 herbergja einbýli :  Forstofa með parketi á gólfi. Hol með dúk á gólfi og hurð út á sólpall/verönd þar sem er heitur pottur sem fylgir með. Rúmgott eldhús með dúk á gólfi, innréttingu, borðkrók og gluggum. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Þvottahús með lökkuðu gólfi, skolvaski, glugga og hurð út.  Búr með hillum. Rúmgóð og björt stofa með plastparketi á gólfi og gluggum á þrjá vegu. Lokaður svefnherbergisgangur með dúk á gólfi og glugga. Fjögur svefnherbergi með parketi, það stærsta með mjög góðum skápum. Baðherbergi með dúk á gólfi, dúk á veggjum, baðkari, sturtuklefa, innréttingu og glugga.

Skemma og hesthús með hitaveitu á sér mæli. Gamalt fjós, hlaða og súrheysturn geta nýst með ýmsu móti. Gömul fjárhús eru til staðar.  Öll útitihús eru léleg. Jörðin selst án alls framleiðsluréttar og tækja. Ekkkert áhvílandi af veðböndum.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Jón Harðarson sölustjóri Hraunhamars 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is
Freyja M Sigurðard. lgf.


www.hraunhamar.is
www.facebook.com/hraunhamar

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.