Ábendingar til kaupenda fasteigna:

Þinglýsing kaupsamnings og afsals:


Skv. ákvæðum kaupsamnings ber þér að þinglýsa strax kaupsamningi. Hraunhamar tekur að sér að þinglýsa öllum skjölum fyrir aðila kaupsamnings.

Margt þarf athuga við sölu á fasteign.

Yfirlýsing húsfélags

Við sölu á eign í fjöleignarhúsi ber að leggja fram yfirlýsingu húsfélags undirritaða af formanni/gjaldkera húsfélagsins. Eyðublaðið fæst hjá fasteignasölunni ef sölumaður hefur ekki þegar afhent það við skoðun eignarinnar. Sé um að ræða að húsfélagið standi í framkvæmdum eða að ákveðið hafi verið að fara í framkvæmdir, sem eftir á að greiða fyrir, þarf að útlista það á eyðublaðinu.

 

Annað:

Við viljum eindregið hvetja seljendur til að upplýsa kaupanda um allt er skipt gæti hann máli, er hann myndar sér skoðun um tiltekna eign. Er þar átt m.a. við ástand eignarinnar. 
Getur þetta sparað mikil óþægindi síðar meir.

Svk. hinum nýju lögum er ennfremur minnt á að minniháttar gallar teljast ekki gallar í fasteignaviðskiptum. Ennfremur eiga kröfur kaupanda að miða við aldur og ástand eignarinnar. Þannig að kröfurnar eru meiri til nýrri eigna en eldri eigna.