EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN.Hraunhamar kynnir:
Sérlega fallegt vel staðsett einbýlishús á tveimur hæðum miðsvæðis í Hafnarfirði með útsýni yfir höfnina og víðar. Eignin er skráð 173 fm, byggð 1928 en byggt var við húsið og farið í miklar endurbætur árið 2008, m.a.
þak, gluggar, múrklæðning að utan og fl.
Lýsing eignar: Góð aðkoma og bílastæði við húsið. Rúmgóð flísalögð forstofa með skáp. Hol, flísalögð snyrting.
Eldhúsið er mjög rúmgott með snyrtilegri ljósri innréttingu og góðum borðkrók, korkflísar á gólfi. Stigi niður á neðri hæð.
Stór og björt stofa og borðstofa, hátt til lofts í stofu, innfelld lýsing, útgangur á svalir, fallegt
útsýni yfir miðbæinn og höfnina.
Neðri hæð: Komið er niður í miðrými sem er rúmgott sjónvarpshol.
Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni. Stórt og gott hjónaherbergi með skáp og hurð út í bakgarð.
Tvö góð barnaherbergi, útgangur úr öðru þeirra í garðinn. Rúmgott baðherbergi flísalagt með baðkari og sturtuklefa, innrétting, gluggi á baði.
Lítið þvottahús með glugga sem er í dag fokhelt þar sem endurbætur hafa staðið yfir. Stór og góð geymsla sem gengið er í frá bakgarði. Geymsluloft yfir anddyri.
Húsið stendur á fallega ræktaðri lóð með skjólsælum bakgarði miðsvæðis í bænum. Stutt er í alla helstu þjónustu svosem sundlaug, skóla, leikskóla og verslun.
Smelltu hérna til að fá söluyfirlit srax.Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á liðnum árum en eftir er að leggja lokahönd á þær framkvæmdir og lagfæra að hluta til.
Allar frekari uppls veitir Hilmar Þór Bryde löggiltur fasteignasali hjá Hraunhamri fasteignasölu í síma 892-9694, [email protected]https://hraunhamar.is/https://www.facebook.com/hraunhamarhttps://www.instagram.com/hraunhamar/