Ósgerði , 816 Þorlákshöfn
Tilboð
Lóð/ Jörð
11 herb.
1200 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
8
Baðherbergi
6
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
41.830.000
Fasteignamat
58.415.000

Hraunhamar fasteignasala og Helgi Jón Harðarson sölustj. kynna jörðina/lögbýlið Ósgerði í Ölfusi. (Milli Hveragerðis og Selfoss) við hliða á Auðholtshjáleigu og Auðsholti. Eigin hitaveita/borholt (Heitt vatn) Einstök staðsetning.


EINSTÖK lögbýlis- og frístundajörð í 30 mín frá Reykjavík. Jörðin er um 53 hektarar og fasteignir um 1200 fm. Fallegur skógur er á hluta jarðarinnar.


Íbúðarhús 372,8 fm. Glæsilegt íbúðarhús (2015) á tveimur hæðum með stórum heitum potti og nýbyggt saunahús með baðherbergi. Mjög stór verönd er við húsið. Húsið er allt hið veglegasta, vandaðar innréttingar og tæki. Gott skipulag er á húsinu. Þrjú baðherbergi og fjögur svefnherbergi, þar af veglegt masterbedroom með sérbaðherbergi.  Á neðri hæðinni er rúmgóður tvöfaldur bílskúr með líkamsræktaraðstöðu, þvottahús og stórt rými þar sem hægt er innrétta aukaíbúð eða stórt fjölskylduherbergi.

Sumarhús og bílskúr. Bjálkahús, 120 fm. er á tveimur hæðum, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi, stofa og eldhús á jarðhæð. Risloft með svefnherbergjum. Gistirými fyrir allt að 12 manns. Gistileyfi til 2027. Verönd með öðrum heitum potti er við húsið. Rúmgóður bílskúr er við húsið.

Geymsluhúsnæði/braggi: Bragginn/vélaskemma (2018) er 700 fermetrar, steypt gólf með gólfhita. Mikil lofthæð og tvær stórar innk.dyr.

Jörðin:  Ósgerði er 53 hektarar og nær að Ölfusá, Sandá og Þorleifslæk. Jörðin er hin glæsilegasta með fallegu útsýni til suðurs yfir Ölfusána og til fjalla til norðurs og austurs.

Veiðiréttindi: Arnarbæli og Ósgerði eru með gagnkvæman veiðirétt. Netaveiði í Ölfusá og stangveiði. Stangveiði í Sandá, ýmsum lækjum og vötnum í landinu auk tekna frá Þorleifslæk.

Hitaveita:  ( Eigin borhola) Ósgerðis fylgir jörðinni en hún er nýuppgerð. Hitaveitan er sjálfbær fyrir allar ofangreindar eignir. Einnig hefur verið selt úr hitaveitunni, til nærliggjandi jarða. (65 gráðu heitt vatn).

Nálægð við Reykjavík: Einungis tekur um 30-35 mínútur að aka til Reykjavíkur. Hveragerði og Selfoss eru í um 8-10 mínútna akstursfjarlægð. Ósgerði er við enda Arnarbælisvegar og því engin umferð í gegn og mun aldrei verða. 20 hektarar af Ósgerðislandinu eru ógirtir inni í miðju Arnarbælislandinu, sem er stór ríkisjörð, sem má ekki selja af náttúruverndarsjónarmiðum. Landið hentar afskaplega vel fyrir hestafólk og fólk í skógrækt.  Mikil verðmæti eru í landrými því sem er innan eyðijarðarinnar Arnarbælis og gefur mikla möguleika á að nýta umhverfið, vatn og annað með tilliti til hestamennsku og útivistar. Skógrækt hefur verið stundum á jörðinni í 40 ár.
Til stendur að byggja náttúrupott við Ölfusána og nýta umframvatn úr hitaveitu í það.

Nánari uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða [email protected]
Freyja M Sigurðard. lgf.


https://hraunhamar.is/
https://www.facebook.com/hraunhamar
https://www.instagram.com/hraunhamar/

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.