Eignin verður ekki sýnd fyrir opna húsið. Hraunhamar kynnir: skemmtileg 63,5 fm 3ja herbergja íbúð á efstu hæð (fjórðu hæð) í góðu fjölbýli. Aðeins ein íbúð á hæðinni. Suður svalir. Frábært útsýni og góð staðsetning. Laus strax.
Eignin skiptist m.a. þannig: Góð forstofa, ágætt eldhús með borðkrók, björt stofa með útgang út á góðar suður-svalir, svefngangur, gott hjónaherbergi með skáp og annað minna barnaherbergi, mjög fallegt baðherbergi með fínni sturtuaðstöðu, tengi fyrir þvottavél, velux gluggi góð innréttinga, flísar, handklæðaofn.
Nú standa yfir lokaframkvæmdir á svölum og svalaveggjum að innan. Um er að ræða framkvæmd á vegum húsfélagssins og ber það kostnað af henni. Seljandi ábyrgist að tilboðsgjafar/kaupendur beri engan kostnað þar af. Vegna þeirra framkvæmda hefur verið lagður bylgjupappír á gólf og að því leyti er ekki allt gólfeni sýnilegt. Fyrirhugað er á vegum húsfélagsins að skipta um gler í öllum þakgluggum og er það í undirbúningi. Seljandi ber ábyrgð á kostnaði við kaup á glerinu, en húsfélagið á kostnaði við framkvæmt skiptingana á glerinu. Seljandi ábyrgist að tilboðgjafar beri engan kostnað þar af.