Hraunhamar fasteignasala kynnir: Afar gott 128.7 fm 13 hesta hesthús (einbýli) á þessum vinsæla stað í Mosfellsbænum. Frábær staðsetning og útreiðarleiðir. Húsið er steypt og klætt að utan. Stór kaffistofa og snyrting á millilofti en þaðan er frábært útsýni m.a. á Esjuna. Húseign sem fer vel með menn og hesta. Hitaveita. Allt sér: Húsið var byggt af Þresti Karlssyni á sínum tíma, en seljendur eru eigendur nr. 2. Ath: húsið er skjólmegin (inngangur) gagnvart veðrum og vindum. Húsið skiptist m.a. þannig: hesthús innréttað fyrir 13 hesta þar af eru 7 einshesta stíur (nokkrar stóðhestastíur) hiti í stíum. (affall af heita vatninu) Góðir gluggar eru á hesthúsinu og led lýsing þar og úti. Stíurnar eru safnstíur og eru vélmokaðar tvisvar á ári.
Mjög stórt gerði en auðveldlega er hægt að skipta því. Galvinserað efni og plast í milligerðum. Stór hlaða með talíu og geymslulofti, innk.dyr bakvið, einnig spænageymsla með geymslulofti. Góð hurð í geymsluna.(utangengt líka)
Tvær innkdyr. eru á húsinu, fyrir bobcat. Góð vifta og gluggar eru á hesthúsinu. Rúmgóð hnakka- og reiðtygageymsla.
Góður stigi upp á rúmgóða kaffistofuna en þar er góður stigapallur, búningsaðstaða þar.Rúmgóð snyrting innaf kaffistofu. Stór útsýnisgluggi er á kaffistofu ásamt gluggum niður í hestshúið.Mögulega er leyfi fyrir sér taðþró á lóðinni. (Inn í gerðinu) sjá teikningu.
Góð eign á þessum vinsæla stað. (Heil húseign)
Nánari uppl.gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða [email protected]
Freyja M Sigurðard. lgf.