Hraunhamar kynnir fallegt einbýlishús á einni hæð vel staðsett í Norðurbæ Hafnarfirði, Húsið er 171,4 fermetrar þar af er bílskúr sem er 44,4 fermetrar.
Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, fjögur svefnherbergi, borðstofa, stofa, eldhús með borðkróki, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Nánari lýsing: Forstofa með nýlegum fataskápum.
Gott
hol. Björt
stofa og
borðstofa og þaðan er utangengt út í garðinn.
þrjú
barnaherbergi, búið að taka niður vegg í einu þeirra, en auðvelt að koma því í fyrra horf.
Hjónaherbergi með fataskápum og þaðan er utangengt út í garðinn, einnig eru fataskápur í einu barnaherberginu.
Eldhús með snyrtilegri innréttingu, borðkrókur í eldhúsinu.
Innaf eldhúsinu er
þvottahús með innréttingu og góðu geymsluplássi, hurð þaðan út á bílastæðið.
Flísalagt baðherbergi með bakari og sturtuaðstöðu, Innrétting á baðinu.
Gólfefni eru parket og flísar.
Rúmgóður
bílskúr með hita, rafmagni og rafdrifum opnara, gott geymslupláss í skúrnum.
Ytra umhverfið: Sérlega falleg lóð með verönd, grasflöt og fallegum trjágróðri og lóðin hefur fengið gott viðhald.
Hellulög stétt og steypt bílaplan.
Þetta er fallegt og vel viðhaldið hús á þessum vinsæla stað í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Eign sem vert er að skoða. Stutt í skóla og leikskóla og aðra þjónustu. Nánari upplýsingar veita sölumenn Hraunhamars:
Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali, s. 698-2603. [email protected]
Stefán Rafn Sigurmannsson, löggiltur fasteignasali, s. 655-7000, [email protected]
Barbara Rut Bergþórsdóttir, löggiltur fasteignasali, s. 823-0339, [email protected]