Sunnusmári 4, 201 Kópavogur
77.800.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
86 m2
77.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2021
Brunabótamat
89.500.000
Fasteignamat
107.000.000

Hraunhamar kynnir: Sérlega glæsileg, ný vönduð og vel skipulögð 86,4 fm 3ja herbergja íbúð ásamt stæði í bílageymslu í nýjasta hluta Smárans í Kópavogi.
Húsið er glæsilegt, nýtt og vandað lyftuhús, klætt að utan með fallegri viðhaldsléttri klæðningu. 
Á þaki hússins eru líka óvenju flottar suður svalir/Terras í sameign,  (lyftan gengur þangað upp)  Íbúðin er laus fljótlega.


Íbúð 408 er 3ja herbergja á 4. hæð í lyftuhúsi með útsýni yfir stóran sameiginlegan garð og yfir til Kópavogskirkju á Kársnesi.
Íbúðin er nýmáluð í mildum brúnleitum jarðlit og með parketi og flísum á gólfi.
Vandað hefur verið til allrar smíði og tækja í íbúðinni.
Mynddyrasími og hitastýring eru m.a. tengjanlegar við farsíma.

Íbúðin skiptist upp í tvö rúmgóð svefnherbergi með fataskápum, baðherbergi með þvottaaðstöðu, forstofu og gott alrými.
7,5 fermetra sér geymsla með mikilli lofthæð er í kjallara.
Sér bílastæði er á palli C í bílastæðahúsi, skammt frá lyftu.
Glæsilegar þaksvalir á 7. hæð eru sameiginlegar með öðrum íbúðum í stigaganginum.
Þetta er vönduð, ný og glæsileg eign sem vert er að skoða.
 
201 Smári er nýtt borgarhverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Hverfið umhverfis Smárann er orðið mjög rótgróið og býður upp á alla helstu þjónustu.
Þar er að finna leikskóla, skóla, fjölmargar verslanir og veitingahús.
Einnig eru íþróttamannvirki, heilsurækt og heilsugæsla innan seilingar.

Öll hönnun í 201 Smára er nútímaleg með þarfir þeirra kröfuhörðustu í huga.
Gangstéttar eru upphitaðar og hverfið tengist umhverfinu vel með göngu og hjólastígum.
Tengingar fyrir rafmagnsbíla eru í bílageymslum og víða í nágrenninu.
Deilibílaþjónusta er einnig staðsett í hverfinu.
Gert er ráð fyrir Borgarlínustöð við hverfið.

Góð leiksvæði og opnir garðar eru í hverfinu.
Nýjar sérverslanir og veitingahús munu opna í neðstu götu hverfisins, næst Smáralind.

Nánari uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða [email protected]
Freyja M Sigurðard. lgf.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.