Hraunhamar kynnir fallegt tvílyft einbýlishús vel staðsett í Suðurbæ Hafnarfjarðar húsið er 158,1 fm einbýli á tveim hæðum og þarf af er upphituð útigeymslu 12,5 fm. Búið að innrétta bílskúrinn sem hjónaherbergi og hjónaherbergi og gera fataherbergi innaf því. Innangengt er úr holi.
Skipting eignarinnar: Neðri hæðin: hol, stofa, alrými með stofu, eldhúsi og borðstofu, baðherbergi, þvottaaðstaða. svefnherbergi og fataherbergi.
Efri hæðin: pallur og 3 svefnherbergi.
Smelltu hérna til að fá söluyfirlit sent strax.Lýsing eignarinnar: Góður inngangur, alrými með holi, stofu og eldhúsi með nýlegri ljósri innréttingu og hita í gólfi, flísar á milli skápa, góð borðstofa við eldhús.
Frá holi er baðherbergi, baðkar sem í er sturta. innaf af baðherberginu er þvottaaðastaða. Útgengt er á nýlegan sópall.
Björt stofa og borðstofa útgangur þaðan út á nýlegan sópall með heitum potti.
Búið að innrétta bílskúrinn sem stórt herbergi og innaf því er gott fataherbergi.
Efri hæðin: Góður stigi, rúmgott hol, þrjú rúmgóð svefnherbergi.
Gólfefni eru nýlegt harðparket, flísar.
Góð útigeymsla sem er með rafmagni og upphituð.
Lóðin er öll afgirt með timburverönd með skjólgirðingu.
Sumarið 2020 var skipt um járn á þak og pappa og viðbyggingin klædd. Samkvæmt uppl. frá seljendum er sólpallur og heitur pottur 2022, eldhús var endurnýjað og settur hiti í gólf 2021, 3 gler á vesturhlið neðri hæðar er frá 2021, kaldavatns inntak endurnýjað, drenlögn tengt við skólplögn og ofnalagnir endurýjaðar, rafmagn á neðri hæð ásamt innfelldum ledljósum. Þak á viðbyggingu var endurnýjað ca.2013. 2020 voru skólplagnir myndaðar og samkvæmt þeim eru þær í lagi.Húsið er klætt að utan og með nýlegum sólpalli með heitum potti. Mjög góð staðsetning þ.s stutt er í grunn og leikskóla og miðbær Hafnarfjarðar er í þægilegu göngufæri.
Búið er að teikna og fá leyfi til að byggja forstofu. Teikningar eru á hafnarfjordur.isNánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali s.896-6076 eða í [email protected]. Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali í s. 698-2603 eða í gegnum tölvupóst á [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.