Hraunhamar fasteignasala og Ársæll lögg.fasteignasali s. 896-6076 kynna í einkasölu snyrtilega og vel skipulagða 62,3 fm 2 herbergja íbúð á annarri hæð merkt 0202 á Njálsgötu 86 í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt birtum fm er íbúðin 56,2 fm og geymsla í kjallara er 6,1 fm samtals 62,3 fm. Úr eldhúsi er útgengt á sv-svalir sem eru sameiginlegar með næstu íbúð.
Húsið er steinað að utan. Í kjallara er hjólageymsla, sameiginlegt þvottahús þ.s. hver íbúð er með sín tæki og þurrkherbergi.
Mjög góð staðsetning í miðbær Reykjavíkur þ.s. Sundhöll Reykjavíkur og mathöllin á Hlemmi eru í örstuttu göngufæri. Stutt er í fjölbreytta verslun, veitingastaði og þjónustu í miðbænum.
Nánari lýsing:Hol/gangur er með harðparketi á gólfi og fatahengi.
Stofa er rúmgóð með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi er rúmgott með harðparketi á gólfi og góðum fataskáp.
Eldhús er með harðparketi (lélegt) á gólfi. Ljós eldri innrétting með góðu skápaplássi og sambyggð eldavél með bakarofni. Útgengt er á sameigilegar svalir.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Sturta, handlaug og wc.
Geymsla í kjallara er 6,1 fm.
Samkvæmt upplýsingum frá húsfélaginu var teppi á stigagangi endurnýjað 2019, sett drenlögn , skipt um glugga í þvottahúsi og frárennslislagnir endurnýjaðar.
Íbúðin er í útleigu og möguleiki að taka yfir leigusamning. Annars gildir hefðbundinn uppsafnafrestur húsaleigusamnings.Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983 og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2023.
Hraunhamar, í farabroddi í 40 ár. – Hraunhamar.is