Hraunhamar fasteignasala og Ársæll lögg.fasteignasali s. 896-6076 kynna í einkasölu fallega og rúmgóða 3 herbergja 113,5 fm íbúð á 4 hæð með sérinngangi af svölum merkt 0402 ásamt stæði í lokaðri bílageymslu í lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri að Reykjavíkurvegi 52A í Hafnarfirði. Samkvæmt birtum fm er íbúðin 100,9 fm og geymsla í kjallara 12,6 fm samtals 113,5 fm. Í kjallara í sameign er hjólageymsla og geymslugangar. Gott þvottahús er innan íbúðar. Garður er sameiginlegur og við hús eru sameiginleg bílastæði. Sameign er mjög snyrtileg.
Stórar suðursvalir eru fallegu útsýni til suðurs og með svalalokun.
Einstaklega góð staðsetning þ.s fjölbreytt verslun og þjónusta eru í stuttu göngufæri. Miðbær Hafnarfjarðar er í þægilegu göngufæri ásamt Víðistaðatúni og í gönguleiðir meðfram sjónum. Stutt er út á stofnæðar.
Nánari lýsing:
Forstofa er góð með flísum á gólfi og góðum skápum.
Gangur er með parketi á gólfi.
Stofa í alrými er rúmgóð og falleg með parketi á gólfi. Útgengt er á stórar suðursvalir með svalalokun falelgu útsýni til suðurs.
Eldhús er í alrými og með parketi á gólfi. Falleg og gð viðarlituð innrétting með granítborðplötu bakarofni í vinnuhæð, helluborði og háf. Gott skápa ogskúffupláss. Flísar á vegg á milli efri og neðri skápa.
Hjónaherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og skap.
Baðherbergi er ágætlega stórt með flísum á gólfi og veggjum. Falleg viðarlituð innrétting er með granítborðplötu. Bæði eru sérbaðkar og sérsturtuklefi og upph.wc.
Þvottahús er rúmgott innan íbúðar og með flísum á gólfi. Vinnuborð með vaski og hillur á vegg.
Geymsla í kjallara er 12,6 fm.
Bílastæði í bílageymslu er merkt íbúðinni og lokað af að mestu leyti.
Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.