Hraunhamar fasteignasala kynnir fallega og rúmgóða tveggja herbergja íbúð, á fyrstu hæð, í litlu 4 íbúða steinsteyptu fjölbýli á þessum vinsæla stað í Vesturbænum, Reykjavík. Íbúðin er laust til afhendingar við kaupsamning. Íbúðin er skráð 65,6 fm skv. Þjóðskrá Íslands með 16,4 fm geymslu í kjallara sem skipt hefur verið í tvennt, geymslu og herbergi sem er í dag nýtt sem skrifstofa. Nánari lýsing eignarinnar:Flísalögð
forstofa.
Eldhús er flísalagt, falleg innrétting með flísum á milli skápa. Uppþvottavél og innbyggður ísskápur fylgja.
Björt og rúmgóð
stofa með parket á gólfi.
Rúmgott
svefnherbergi með góðum fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt, með sturtuaðstöðu og glugga.
Sér geymsla 16,4 fm er í sameign. Búið er að skipta rýminu upp í tvennt, annars vegar ca 5 fm geymslu og hinsvegar einangrað hljóðstúdíó sem er í dag nýtt sem skrifstofa. Parket á gólfi og góður gluggi.
Skv. seljanda var skipt um gler í gluggum í stofu og í kjallaraherbergi og kranar á ofnum endurnýjaðir árið 2021. Einnig var íbúðin þá máluð.
Þrefallt gler er í gluggum. Í kjallara er sameiginlegt þvottaherbergi með glugga og sér tengi fyrir hverja íbúð. Einnig er sameiginleg hjóla og vangageymsla með útgangi.
Sameiginlegur afgirtur garður.
Nánari upplýsingar veitir Glódís Helgadóttir löggiltur fasteignasali í s. 659-0510 eða [email protected]Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er ein af elstu fasteignasölum landsins, stofnuð 1983 og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2023.
Hraunhamar, í farabroddi í 40 ár. – Hraunhamar.is