Hraunhamar fasteignasala kynnir fallegt pallabyggt endaraðhús á þessum friðsæla stað í lokuðum botnlanga í þessari eftirsóttu götu i Suðurbæ Hafnarfjarðar.
Samkvæmt Skrá HMS er húsið skráð 259,3 fm með innbyggðum 32,5 fm bílskúr, en þar utan er óskráð rými á neðri hæð cirka 48 fm sem ekki er skráð inni í fermetratölu eignarinnar því er húsið í raun cirka 307 fermetrar. Frábær staðsetning
Tvær íbúðir
Húsið er mikið endurnýjað að innan
Glæsilegur garður og útsýni
Skipting eignarinnar: Efri hæðin: Forstofa, hol, eldhús, borðkrókur, borðstofa, bílskúr.
Efri pallur:Stofa, fataherbergi (herbergi á teikningu) hjónaherbergi og baðherbergi. Tvennar svalir.
Neðri hæðin: Tvö svefnherbergi, sjónvarpshol og geymsla.
Stúdíóíbúð með sérinngangi.
Nánari lýsing eignarinnar: Forstofa með fatahengi.
Gott
hol. Eldhús með nýlegri smekklegri innréttingu, eyja. Vönduð eldunartæki, fínn borðkrókur í
eldhúsinu. utangengt út í suðurgarð frá eldhúsinu.
Borðstofan er við hlið
eldhússins. Innangengt úr holinu í
bílskúrinn, þar er
þvottaðstaða, góð innrétting og vélar í vinnuhæð. Rafdrifin opnari í bílskúrnum, bílskúrinn er flísalagður.
Undir bílskúrinum er
geymsla og hringstigi úr bílskúrnum niður í geymsluna.
Geymslan er rúmgóð og það rými býður upp á ýmsa möguleika, væri hægt opna rýmið á neðri hæðinni og tengja það þannig betur við neðri hæðina.
Gengið upp á efri pall og þar er björt
stofa, hátt til lofts og glæsilegt útsýni til vesturs og norðurs, arin í stofunni, utangengt úr stofu út suð-vestur svalir.
Nýlega endurgert
baðherbergi, flísalagt, með góðri sturtu, innrétting og handklæðaofn.
Hjónaherbergi með fataskápum, innaf hjónaherberginu er rúmgott fataherbergi, (fataherbergið var svefnherbergi áður, auðvelt að breyta því í fyrra horf). utangengt út á svalir frá svefnherbergi.
Neðri hæðin: Steyptur stigi mill hæða.
Stórt
herbergi og þaðan utangengt út í garðinn.
Gott
sjónvarpshol. Mjög stórt
svefnherbergi (væri auðvelt að breyta því í tvö fín herbergi e.t,v.).
Stúdíó íbúðin: Það er sérinngangur í íbúðina, en einnig innangengt úr íbúðarýminu. Eitt gott alrými með smekklegri eldhúsinnréttingu. Flísalagt
baðherbergi með sturtuklefa og þar er þvottaaðstaða.
Gólfefni eru harðparket og flísar. Ytra umhverfið: Steypt og hellulagt bílaplan með hitalögn. Einstaklegur fallegur garður með rúmgóðri verönd með skjólgirðingu, fallegur garður í rækt meðfram húsinu og vestanmegin með grasflöt og runnum og fallegum trágróðri. Frábær útiaðstaða á þessari fallegu lóð.
Hérna er listi seljanda um þær framkvæmdir sem þau hafa gert undanfarin ár. Settiir Gluggar og auka inngangur á suðurgafli - 2017
Skipt um alla tengla og fronta - 2016-17
Bílskúr flísalagður 2016
Eldhús uppi tekið í gegn 2017
Eldhús niðri - 2018
Skipt um rafmagnstöflu + 3 fasa 2021
Hleðslustöð fyrir bílinn (type2) 2021
Skipt um þrýstijafnara (ofnakerfi) 2022
Bað uppi tekið í gegn 2022
Skipt um svalahurð í stofu 2021
Þetta er frábært fjölskylduhús í þessari friðsælu götu í Suðurbæ Hafnarfjarðar, Hús sem býður upp á ýmsa möguleika.
Stutt í alla þjóinustu, verslanir, skóla og leikskóla og er Suðurbæjarsundlaug í 2ja mínútu göngufæri, Einnig er fallegt opið svæði við húsið. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali, s. 698-2603, [email protected]
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983 og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2023.
Hraunhamar, í fararbroddi í 40 ár. – Hraunhamar.is