Furuhlíð 23, 221 Hafnarfjörður
140.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á pöllum
5 herb.
196 m2
140.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1996
Brunabótamat
98.400.000
Fasteignamat
123.250.000
Opið hús: 12. september 2024 kl. 17:00 til 17:30.

Opið hús: Furuhlíð 23, 221 Hafnarfjörður. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 12. september 2024 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Hraunhamar fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson kynna í einkasölu glæsilegt, bjart og vel skipulagt 6 herbergja 196,8 fm endaraðhús innst í lokuðum botnlanga í Furuhlíð 23 í Hafnarfirði. Sérlóð er gróinn og með tveimur viðarsólpöllum með skjólveggjum. Upphitað bílastæði fyrir framan húsið. Efri hæðin er á 2 pöllum.

Einstaklega góð fjölskylduvæn staðsetning innst í lokuðum botnlanga þ.s leik og grunnskóli eru í stuttu göngufæri ásamt fallegum gönguleiðum um hverfið. Miðbær Hafnarfjarðar er í þægilegu göngufæri og í næsta nágrenni eru helstu stórmarkaðir og önnur þjónusta.

Stutt lýsing: 
Forstofa, stofa, eldhús, 4 svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrting, sjónvarpshol, þvottahús og bílskúr.

Samkvæmt upplýsingum frá seljendum hafa eftirfarandi framkvæmdir átt sér stað: þakjárn, rennur, niðurföll og þakgluggi endurnýjað 2022, stóri glugginn á gafli og gler endurnýjað 2015. Teppi á stiga, parket slípað og lakkað, gler í vinnuherbergi í stofu og hurðir lakkaðar.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.

Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi og fataskáp.
Hol með parketi á gólfi og er innangengt í bílskúr úr holinu.
Stofa er rúmgóð og björt í alrými með parketi á gólfi. Góð lofthæð.
Eldhús er í alrými með fallegri ljósri innréttingu og borðkrók.
Gestasnyrting er flísalögð með upph.wc og ljósri innréttingu með helluborði og bakarofni í vinnuhæð.
Svefnherbergi er rúmgott með parketi á gólfi.

Efri hæð:
Sjónvarpshol er á neðri palli og rúmgott með parketi á gólfi og opnanlegum þakglugga.
Svefnherbergi á neðri palli er með parketi á gólfi og opnanlegum þakglugga.
Hjónaherbergi er á efri palli og rúmgott með parketi á gólfi. Góðir fataskápar.
Baðherbergi er með flísum á veggjum og gólfi. Sérsturta og baðkar. Falleg innrétting með handlaug, handklæðaofni og upph.wc.

Bílskúr er með rafopnun og heitu og köldu vatni.
Þvottahús er innaf bílskúr með innréttingu þ.s tækin eru í vinnuhæð. Útgengt er út í garð.

Vandað og fallegt hús á rólegum stað innst í lokuðum botnlanga.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali á netfangið [email protected] eða s. 896-6076

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.

Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í 41 ár. – Hraunhamar.is 

Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.