• Preview

  Gauksás 2

  221 Hafnarfjörður

  Tegund: ParhúsStærð: 181 Herbergi: 4

  Opið hús þriðjudaginn 28. mars milli kl 17:30 og 18:00 verið velkomin

  Hraunhamar kynnir: Sérlega fallegt vel innréttað parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, samtals skráð 181,7 fm,
  glæsilegar 23,5 fm flísalagðar þaksvalir. 

  Lýsing eignar: Góð aðkoma, hellulögð innkeyrsla. 
  Rúmgóð flísalögð forstofa með góðum skáp. Þar innaf flísalögð snyrting. 
  Hol, Rúmgóð björt stofa og borðstofa með útgangi á afgirta mjög skjólgóða verönd með heitum potti. 
  Eldhús með fallegri innréttingu, ljós viður, flísar á milli skápa, góður borðkrókur. 
  Innaf eldhúsi er gott flísalagt mjög vel innréttað þvottahús með góðum gluggum.
  Innangengt frá þvottahúsi í 12 fm herbergi/geymslu sem er með hurð út í bakgarð og einnig er innangengt í bílskúr. 
  Bílskúrinn er rúmgóður flísalagður með gönguhurð að framanverðu og góðri fellihurð. 
  Frá holi er fallegur snúinn stigi upp á efri hæðina. 
  Á efri hæð er komið í mjög stórt og gott sjónvarpshol, var stækkað um heilt herbergi en auðvelt að breyta í samræmi við teikningu,
  einnig mögulegt að gera þriðja herbergið á kostnað sjónvarpshols sem væri þó minna herbergi. 
  Í dag er tvö svefnherbergi á efri hæðinni, stórt og gott svefnherbergi með góðum skápum og annað ágætt herbergi með lausum skáp. 
  Baðherbergið er mjög rúmgott flísalagt í hólf og gólf, baðkar og sturtuklefi, innrétting, gluggi á baði. 
  Frá holinu er útgangur á mjög stórar og góðar flísalagðar þaksvalir, útsýni. 
  Parket og flísar á gólfum. Hús í góðu ástandi utan sem innan. 

  Mjög góð eign í næsta nágreni við skóla og leikskóla. 
  Allar frekari uppls veitir Hilmar Þór Bryde sölumaður hjá Hraunhamri fasteignasölu í síma 520-7500, gsm 892-9694, hilmar@hraunhamar.is
  Freyja Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali. 
   

  Verð: 68.900.000 kr

 • Preview

  Hesthús kaldárselsvegur 121329

  220 Hafnarfjörður

  Tegund: HesthúsStærð: 109 Herbergi: 0

  Hraunhamar kynnir: Við Hlíðarþúfu.. mjög gott 13 hesta hesthús (parhús) byggt 1997 er 110 fm auk ca 30 fm hlaða og spænageymsla (í kjallara/jarðhæð, talía á milli hæða.) Endinn á húsinu er í vestur, sérgerði rúmgott, góð aðkoma, Haughús undir húsinu, (bærinn losar það) frábær staðsetning á félagssvæði Sörla Hfj. 

  Húsið skiptist þannig: Hesthús rúmgott, innréttað sem 7 rúmgóðar einhesta stíur, þaraf eru 4 rúmgóðar stóðhestastíur og svo eru 3 rúmgóðar 2ja hesta stíur... samtals 13 hesta hús.

  Hlaða á efri hæðinni líka, og aðstaða fyrir hnakka og beisli ofl. Talía á milli hæða, þ.e. hlöðu/spænageymslu í kjallara, (jarðhæð frá götu)

  Hesthúsið sjálft er nánast allt nýlega innréttað (2014) 

  Góð kaffistofa og snyrting með sérinngang á neðri hæð, (utangengt) 

  Hitaveita er komin (ofnar) Góð staðsetning í hverfinu.

  Frábærar reiðleiðir á félagssvæði hestamannafélagsins Sörla Hfj. Sjón er sögu ríkari. Verðtilboð.

  Uppl gefur Helgi Jón sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is

  Verð: 18.900.000 kr

 • Preview

  Gjótuhraun 8

  220 Hafnarfjörður

  Tegund: Atvinnuh.Stærð: 417 Herbergi: 1

  Hraunhamar kynnir: 01,01-01 Til sölu og eða leigu vandað nýlegt atvinnuhúsnæði, samtals 417.5 fm á frábærum stað við Gjótuhraun Hafnarfirði.
  Góð aðkoma og malbikuð lóð fyrir framan og aftan hús.  Tvær góðar innkeyrsludyr að framan. Frábær staðsetning í bænum.

  Húsið skiptist m.a. þannig: Jarðhæð 286.8 fm,  móttaka og starfsmannaðstaða, vinnslusalur/lager með góðri lofthæð og innk.dyrum.
  Tvö salerni á neðri hæð, annað með sturtuaðstöðu. Sýningar lager með mörgum gluggum er innaf stóra lager. 
  Búið er að afstúka ca 60 fm bil með innk.dyrum, en auðvelt að breyta í fyrra horf.

  Efri hæð: 133.9 þ.e. tvær til þrjár rúmgóðar skrifstofur, eldhús/kaffistofa ofl. að auki er ca 40 fm milliloft/lager léttur gólfflötur, sem er ekki í fm tölu eignar.

  Húsnæðið er laust og til afhendingar. Húsnæðið er til sölu og eða leigu (langtímaleiga)  

  Nánari uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is
   

  Verð: 89.000.000 kr

 • Preview

  Reykjavíkurvegur 60

  220 Hafnarfjörður

  Tegund: Atvinnuh.Stærð: 330 Herbergi: 0

  Hraunhamar fasteignasala kynnir mjög gott skrifstofuhúsnæði á 2. hæð á áberandi stað við Reykjavíkurveg 60 í Hafnarfirði. Húsið hefur gott auglýsingagildi og er með gluggum til suðurs, vesturs og norðurs. Hæðin skiptist í 10 herbergi, fundarherbergi, móttökurými, kaffistofu, tvær snyrtingar og tvær geymslur. Næg bílastæði eru við húsið, bæði á vesturhlið (að Reykjavíkurvegi) og að sunnanverðu. Húsið virðist vera í góðu ástandi. 

  Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 330,7 fm. 

  Aðkoma er á suðurhliðinni en þar er bjartur stigagangur. Frá stigaganginum er gengið inn í rúmgott móttökurými. Innaf móttökurýminu eru tvö herbergi sem eru með glugga til suðurs og kaffistofa. Kaffistofan var áður hluti af stigapalli en hún er með hvítsprautaðri innréttingu, glugga til suðurs og borðkrók. Tvær snyrtingar eru innaf móttökurýminu og er önnur þeirra með gluggum til norðurs. Innaf móttökuninni er gangur sem liggjur í vinkil. Til norðurs eru fjögur herbergi og eru þau öll með gluggum og einnig gluggalaus geymsla og gluggalaust fundarherbergi. Til vesturs eru þrjú herbergi innaf litlum gangi og eitt herbergi sem er með gluggum til suðurs. Herbergið í norðvesturhorninu er með einnig með gluggum til suðurs. Á flestum gólfum er plastparket, snyrtingarnar eru flísalagðar. 

  Allar frekari uppls veitir Helgi Jón Harðarson sölustjóri í síma 893-2233 helgi@hraunhamar.is

  Verð: 55.000.000 kr

 • Preview

  Brattholt 6E

  270 Mosfellsbær

  Tegund: RaðhúsStærð: 131 Herbergi: 3

  Hraunhamar kynnir: Gott 131,5 fm enda raðhús á tveimur hæðum með sér inngangi við Brattholt 6E. 270 Morfellsbæ.

  Lýsing eignar:
  Efri hæð: Komið er inní anddyri með flísum á gólfi.  Innaf andyri er svefnherbergi með parketi á gólfi.
  Rúmgott hol. Björt stofa og borðstofa, máluð gólf, úr stofu er gengið út á viðar pall. Eldhús með viðar innréttingu, flísar á gólfi.
  Neðri hæð: Tvö svefnherbergi, annað þeirra með skápum, máluð gólf. 
  Baðherbergi er flísalagt með baðkari, sturtuklefa. Innrétting á baðinu. 
  Þvottahús er innaf baði. 
  Gólfefni eru parket, flísar og máluð gólf.
  Afgirtur sérgarður með viðarverönd er bakvið húsið.

  Eignin þarfnast viðhalds.

  Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum og  hefur ekki haft starfsemi eða afnot af henni. Því leggur seljandi ríka áherslu á að sérstakrar árvekni sé gætt við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali allan nauðsynlegan aðgang til þess. Eignin selst í því ástandi sem hún er við skoðun.

  Nánari upplýsingar veitir Víglundur Helgason hjá Hraunhamri í síma. 891-9981, viglundur@hraunhamar.is

  Hér er að finna heimasíðu og Facebooksíðu Hraunhamars:
  http://hraunhamar.is/
  https://www.facebook.com/hraunhamar/
   

  Verð: 44.500.000 kr

 • Preview

  Grænakinn 7

  220 Hafnarfjörður

  Tegund: FjölbýliStærð: 67 Herbergi: 2

  Opið hús miðvikudaginn 22.mars frá kl 17:00 til kl 17:30

  Hraunhamar kynnir: Góð risíbúð í tvíbýli á þessum vinsæla stað í Hafnarfirði. Íbúðin er 67,7 fm með geymslu og aukaherbergi í kjallara.
   
  Sameiginlegur inngangur með neðri hæðinni.
   
  Skipting eignarinnar. Hol,svefnherbergi,eldhús með borðkrók, stofa, geymslur og aukherbergi, Auk þess er sameignlegt þvottahús og salerni. gott hol. Rúmgott hjónaherbergi með góðum skápum, Baðherbergi með baðinnréttingu og sturtu. Möguleiki á að tengja þvottavél á baðherberginu. Eldhús með fallegri innréttingu, ágætis borðkrókur.  Innaf eldhúsinu er lítil geymsla. Góð stofa með gluggum í 3 áttir, björt og nýtist sérlega vel. Þar er möguleiki að stúka af aukaherbergi. Góð gólfefni eru á íbúðinni parket á stofu, holi og svefnherberginu, en dúkur á eldhúsinu og flísar á baðherberginu.
  Í kjallaranum er geymsla og sameignlegt þvottahús, einnig er rúmgott herbergi sem hefur verið leigt út. Sameiginlegt klósett er í kjallaranum.
  Gott geymslurími  er yfir íbúðinni.
  Rafmagn var endurnýjað í íbúðinni en það á eftir að skipta um töflu.
  Nýlegar innihurðar eru í íbúðinni.
  Eign sem hægt er að mæla með.

  Eignin er laus við kaupsamning.

  Nánari upplýsingar veitir Víglundur Helgason hjá Hraunhamri í síma. 891-9981, viglundur@hraunhamar.is

  Hér er að finna heimasíðu og Facebooksíðu Hraunhamars:
  http://hraunhamar.is/
  https://www.facebook.com/hraunhamar/

  Verð: 29.900.000 kr

 • Preview

  Laufvangur 1

  220 Hafnarfjörður

  Tegund: FjölbýliStærð: 87 Herbergi: 3

  Opið hús miðvikudaginn 22. mars milli kl 17:30 og 18:00, verið velkomin 
  Hraunhamar kynnir: Björt og falleg 87,1 fm 3ja herbergja enda íbúð á 3. hæð (efstu) í fjölbýli með sér inngangi af svölum.

  Lýsing eignar: Sér inngangur, flísalögð forstofa með skáp. Hol, aðstaða fyrir skrifborð.
  Baðherbergi flísalagt með sturtuklefa og innréttingu.
  Rúmgott svefnherbergi með góðum skáp.
  Annað ágætt herbergi.
  Eldhús með fallegri ljósri innréttingu, flísar á milli skápa og á gólfi, góður borðkrókur.
  Innaf eldhúsi er flísalagt þvottahús með glugga.
  Björt og falleg flísalögð stofa með útgangi á stórar flísalagðar svalir til suðurs.
  Parket og flísar á gólfum.
  Góð sér geymsla í kjallara.
  Fyrirhugaðar eru viðgerðir á húsinu utanhúss sem áætlað er að kynna og taka ákvarðanir á aðalfundi húsfélags í apríl 2017 og hefur hússjóður verið hækkaður
  til að mæta þeim kostnaði sem af hlýst, sjá yfirlýsingu húsfélags. 

  Falleg og vel umgenginn eign miðsvæðis í norðurbænum.
  Allar frekari uppls veitir Hilmar Þór Bryde sölumaður hjá Hraunhamri fasteignasölu í síma 520-7500, gsm 892-9694, hilmar@hraunhamar.is 
  Freyja Sigurðardóttir löggildur fasteignasali

  Skoðið endilega heimasíðuna og facebook síðuna okkar
  https://www.facebook.com/hraunhamar/
  http://hraunhamar.is/ 

  Verð: 32.900.000 kr

 • Preview

  Hverfisgata 28

  220 Hafnarfjörður

  Tegund: HæðStærð: 152 Herbergi: 6

  Opið hús fimmtudaginn 16. mars frá kl 12:00 til kl 12:30

  Hraunhamar kynnir:  Fallegt tvíbýlishús. Eignin er á tveimur hæðum, samtals  152,3 fm                      
  Góð staðsetning á þessum vinsæla stað í hjarta Hafnarfjarðar.

  Húsið skiptist þannig: Rúmgóð forstofa með skápum og flísum á gólfi, innaf forstofu er þvottahús.
  Rúmgott hol,  bjart eldhús með viðar innréttingum og keramikhelluborði, við eldhús er síðan  borðkrókur.  Björt stofa og þaðan er gengið út á pall. Baðherbergi  með innréttingu og baðkari og sturtu, þarfnast endurnýjunar.

  Efri Hæð: Frá holi neðri hæðar er gengið upp stiga á efri hæð, þar er rúmgott hol (sjónvarpshol). Á hæðinni eru fjögur góð svefnherbergi , úr einu þeirra er útgengt út á svalir. Geymsla er á hæðinni sem er samkvæmt teikningum er það teiknað sem salerni. 
  Lokafrágangi á svölum er ekki lokið og þarf tilboðsgjafi að kynna sér ástand svalana sérstaklega vel og þarf mögulega  vera í sambandi við Byggingafulltrúann í Hafnarfirði upp á lokafrágang.
  Framkvæmdir eru í gangi hvað varðar drenlögn á húsinu og lagningu takkadúks meðfram húsinu  og tengingu við brunn og er sú framkvæmd hafin og verður borguð af seljanda. Í liðnum aðgerð á plötu er sú framkvæmd ekki hafin og skal tilboðsgjafi miða við að þurfa að annast þá framkvæmd sjálfur í samráði við eiganda neðri hæðar. Í skýrslunni er talað um tæringu í lögnum og á sú lýsing við ástand lagna í íbúð neðri hæðar.
  Rétt er þó að benda á að skoða allar pípulagnir vel í íbúðinni.

  Gólfefni: Plastparket og flísar.
  Sérgeymsla er í sameiginlegu rými í kjallara (viðbyggingu).

  Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang til þess.

  Eigandi leggur ríka áherslu á að væntanlegir kaupendur láti fagmenn taka eignina út.

  Nánari upplýsingar veita: Hlynur Halldórsson s. 698-2603 netfang hlynur@hraunhamar.is 
                                          Víglundur Helgason s. 891-9981 netfang  viglundur@hraunhamar.is

  Skoðið endilega heimasíðuna og facebook síðuna okkar
  https://www.facebook.com/hraunhamar/
  http://hraunhamar.is/

   

  Verð: 46.900.000 kr

 • Preview

  Miðhús 25

  112 Reykjavík (Grafarvogur)

  Tegund: EinbýliStærð: 176 Herbergi: 5

  HÚSIÐ ER SELT, EN ÞÓ MEÐ FYRIRVARA, ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI TIL 8 APRÍL 2017

  Hraunhamar kynnir: sérlega fallegt tvílyft einbýli 144,5 fm auk bílskúr 32 fm samtals stærð 176,5 fm.   Glæsilegur garður með sólpalli, skjólgirðingum, hellulögðum gangstígum og veröndum.
  Holtagrjót og fallegur gróður .
  Rógleg og góð staðsetning á þessum vinsæla stað í Grafarvoginum. Útsýni.

  Húsið skiptist þannig: Rúmgóð forstofa með vönduðum skáp, góð gestasnyrting með glugga og ágætt þvottaherbergi með glugga og innréttingu með vaski.
  Rúmgott hol, mjög fallegt bjart eldhús með hvítum innréttingum og keramikhelluborði, við eldhús er síðan rúmgóð borðstofa með fallegum glugga, gengið tvær tröppur niður í fallega bjarta stofuna og þaðan síðan útgengt í glæsilegan s-garðinn.

  Efri Hæð: Frá holi neðri hæðar er gengið upp vandaðan stiga (parketlagðan) þar er rúmgott hol (sjónvarpshol) með velux gluggum í þaki. (möguleiki að gera herbergi þar) síðan eru tvö rúmgóð barnaherbergi með skáp og rúmgott hjónaherbergi með skáp og útengt líka útá svalir.  Mjög fallegt baðherbergi marmaraklætt í hólf og gólf, hvít innrétting, baðkar með sturtu, gluggi.
  Yfir barnaherbergjum er ágætt geymsluloft með glugga. 

  Náttúruflísar og massíft parket á gólfum. 

  Bílskúr er fullbúinn. Hellulagt bílaplan og gangstígar að húsi, hiti þar.

  Húsið gæti verið laust fljótlega. Fullbúin eign . Ekkert áhvílandi. 

  Nánari uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is


  Skoðið endilega heimasíðuna og facebook síðuna okkar
  https://www.facebook.com/hraunhamar/
  http://hraunhamar.is/ 

  Verð: 69.800.000 kr

 • Preview

  Laugarásvegur 23

  104 Reykjavík (Vogar)

  Tegund: EinbýliStærð: 213 Herbergi: 6

  Hraunhamar kynnir: í einkasölu sérlega fallegt 213,3 fm virðulegt pallabyggt einbýli á þessu eftirsótta stað við Laugarásveginn í Reykjavík.    Húsið stendur hátt og er útsýnið stórkostlegt yfir borgina, Laugardalinn og til sjávar.

  Húsið er pallabyggt steinhús 213,3 fm  og hefur alltaf verið í eigu sama aðila, sem byggði húsið á sínum tíma.
  Húsið var teiknað af Guðmundi Kristinssyni arkitekt. Möguleiki er að stækka (byggja) við húsið því lóðin er stór og liggur vel við.
  Húsið er að mestu í upphaflegu ástandi, en snyrtilegt.

  Húsið skiptist m.a. þannig: jarðhæð (1 pallur) aðal inngangur, forstofa, arinstofa (arinn) og forstofuherbergi, innaf fostofu er garðskáli með útgang út í s-garðinn. Rúmgott bjart þvottaherbergi og geymslur er á hæðinni, sérútgangur sem var mikið notaður sem aðal inngangur. 

  2. pallur . Hol, 3 svefnherbergi og baðherbergi.

  3. pallur: Hol, stórar bjartar samliggjandi stofur þ.e. stofa og borðstofa, með stórum gluggum. S-svalir frá stofu. 
  Gott eldhús sem er innangengt líka frá borðstofu og gangi, en á ganginum er lítil snyrting. 

  Á gólfum eru parket, flísar, dúkur og teppi.

  Stór og fallegur garður, 784 fm.

  Hiti í aðkeyrslu að húsi, en hægt er að keyra að húsinu líka frá Kleifarvegi (einkavegur).

  Húsið getur verið laust fljótlega. Verðtilboð.

  Nánari uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is

  Skoðið endilega heimasíðuna og facebook síðuna okkar
  https://www.facebook.com/hraunhamar/
  http://hraunhamar.is/ 

  Verð: 120.000.000 kr

 • Preview

  Kríuás 47

  221 Hafnarfjörður

  Tegund: FjölbýliStærð: 129 Herbergi: 5

  Hraunhamar kynnnir 129,8 fm fimm herbergja endaíbúð á þriðju hæð  með sér inngangi í snyrtilegu fjölbýli í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Glæsilegt útsýni og lyfta er í húsinu. 

  Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, fjögur svefnherbergi, stofa, borðstofa, baðherbergi, eldhús, svalir og geymsla í kjallara. 

  Lýsing eignar:  Forstofa með skáp.
  Rúmgott hol. Björt og falleg stofa og borðstofa, eldhús þar innaf með fallegum innréttingum, gaseldavél. 
  Þrjú  barnaherbergi, tvö þeirra með skápum. 
  Rúmgott svefnherbergi með skápum, útgangur þar út á svalir. 
  Baðherbergi er flísalagt með baðkari, falleg innrétting á baðinu. 
  Stórt og gott þvottahús. 
  Gólfefni eru plast parket og flísar. Í kjallara  er geymsla auk reglubundinnar sameignar. 
  Íbúðin skilast nýmáluð og nýju harðparketi. 
  Samþykktar framkvæmdir eru fyrirliggjandi á vegum húsfélags sjá matskýrslu. 
  Íbúðin er í útleigu til 1.4.2017.

  Góð eign í vinsælu hverfi, stutt í skóla og leikskóla. 

  Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson hjá Hraunhamri í s. 698-2603 eða í gegnum tölvupóst á hlynur@hraunhamar.is

  Hægt er að nálgast teikningar inn á þessum link:
  http://idr.infrapath.is/Hafnarfjordur/files/pdf/KRIUAS_47_1_0058.pdf

  Skoðið endilega heimasíðuna og facebook síðuna okkar
  https://www.facebook.com/hraunhamar/
  http://hraunhamar.is/

  Verð: 44.900.000 kr

 • Preview

  Norðurbakki 7C

  220 Hafnarfjörður

  Tegund: FjölbýliStærð: 123 Herbergi: 3

  Hraunhamar fasteignasala kynnir glæsilega 120,7 fermetra þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í þessu glæsilega nýtískulega fjölbýli við höfnina í Hafnarfirði. 
  Íbúðin er fullbúin með gólfefnum og er til afhendingar við kaupsamning. 

  Íbúðin skiptist í samkvæmt teikningu:  Forstofa, tvö herbergi, baðherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús, geymsla og stæði í bílageymslu, tvennar svalir.

  Nánari lýsing: Forstofa með fataskápum, hol, eldhús smekklegri innréttingu frá HTH, vönduð eldunartæki frá AEG, blöndunartæki frá Mora, Steinplata á borðum.  Björt stofa og borðstofa, Tvennar svalir utangengt úr stofu og borðstofu,fallegt, rúmgott hjónaherbergi með fataskápum, Svefnherbergi, flísalagt baðherbergi með innréttingu og sturtuklefa, þvottahús með innréttingu. Í Kjallara er geymsla reglubundin sameign. auk þess fylgir eigninni stæði í lokaðri bílageymslu.
  Gólfefni eru harðparket og físar.  

  Nýtískuleg hönnun er á húsunum og eru þau teiknuð af PK- Arkitektum, og byggð af  VHE- verktökum þar sem allur frágangur er til fyrirmyndar. Afhending við kaupsamning.

  Þetta er eign í sérflokki, eign fyrir vandláta.

  Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson hjá Hraunhamri s. 698-2603 netfang: hlynur@hraunhamar.is

  Verð: 59.900.000 kr

 • Preview

  Norðurbakki (óskert sjávarútsýni) 9A

  220 Hafnarfjörður

  Tegund: FjölbýliStærð: 120 Herbergi: 3

  Hraunhamar fasteignasala kynnir glæsilega 120,7 fermetra þriggja herbergja endaíbúð (sjávarendi) á fyrstu hæð í þessu glæsilega nýtískulega fjölbýli við höfnina í Hafnarfirði. 
  Íbúðin er fullbúin með gólfefnum og er til afhendingar við kaupsamning. 

  Íbúðin skiptist í samkvæmt teikningu:  Forstofa, tvö herbergi, baðherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús, geymsla og stæði í bílageymslu, verönd og svalir.

  Nánari lýsing: Forstofa með fataskápum, hol, eldhús smekklegri innréttingu frá HTH, vönduð eldunartæki frá AEG, blöndunartæki frá Mora, Steinplata á borðum.  Björt stofa og borðstofa, svalir úr stofu og herbergjunum er utangengt út á hellulagða verönd, glæsilegt óskert sjávarútsýni yfir höfnina og víðar, rúmgott hjónaherbergi með fataskápum, Svefnherbergi, flísalagt baðherbergi með innréttingu og sturtuklefa, þvottahús með innréttingu. Í Kjallara er geymsla reglubundin sameign. auk þess fylgir eigninni stæði í lokaðri bílageymslu.
  Gólfefni eru harðparket og físar.  

  Nýtískuleg hönnun er á húsunum og eru þau teiknuð af PK- Arkitektum, og byggð af  VHE- verktökum þar sem allur frágangur er til fyrirmyndar. Afhending við kaupsamning.

  Þetta er eign í sérflokki, glæsilegt útsýni, eign fyrir  vandláta.

  Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson hjá Hraunhamri s. 698-2603 netfang: hlynur@hraunhamar.is

  Verð: 72.420.000 kr

 • Preview

  Eiðistorg 15

  170 Seltjarnarnes

  Tegund: Atvinnuh.Stærð: 164 Herbergi: 1

  Hraunhamar kynnir :  Gott 164,3 fm verslunar - þjónusturými við Eiðistorg, 170 Seltjarnarnesi.
  Lýsing eignar . Af jarðhæð er komið inn í anddyri með flísum á gólfi og móttökuborði. Vinnslusalurinn er með máluðu gólfi.  Baðherbergi er með vaski, klósetti og sturtu. Geymsla er nýtt sem eldhús og starfsmanna aðstaða. Eignin er með fjóra innganga. Tvo að framan og tvo að aftan sem ganga út í port, góð aðkoma er að portinu að aftan. 3ja fasa rafmagn er til staðar. 
  Samantekt: Ágætt iðnaðarhúsnæði sem býður upp á margskonar rekstur en þarfnast viðhalds og endurnýjunar.

  Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum og  hefur ekki haft starfsemi eða afnot af henni. Því leggur seljandi ríka áherslu á að sérstakrar árvekni sé gætt við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali allan nauðsynlegan aðgang til þess. Eignin selst í því ástandi sem hún er við skoðun.

   
    *Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hraunhamar fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

  Nánari upplýsingar veitir Víglundur Helgason hjá Hraunhamri í síma. 891-9981, viglundur@hraunhamar.is
  Freyja Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali. 

  Hér er að finna heimasíðu og Facebooksíðu Hraunhamars:
  http://hraunhamar.is/
  https://www.facebook.com/hraunhamar/
   

  Verð: 35.900.000 kr

 • Preview

  Laxárbakki 0

  301 Akranes

  Tegund: Atvinnuh.Stærð: 1149 Herbergi: 3

  Ferðaþjónustan Laxárbakki í Hvalfjarðarsveit, 301 Akranesi.
  Laxárbakki er lítið ferðaþjónustu fyrirtæki sem býður upp á gistingu og veitingar allt árið.  Laxárbakki er staðsettur í Hvalfirði á bökkum “Laxár”.  Hann er vel staðsettur við þjóðveg 1, aðeins 12 km frá Akranesi og 17 km frá Borganesi. Laxárbakki er tilvalin bækistöð fyrir frekari ferðalög um Vesturlandið, auk þess sem nánasta nágrenni býður upp á ótalmarga spennandi möguleika fyrir ferða- og útivistarfólk. Stutt er á alla helstu ferðamannastaði á suðvesturlandi eins og Húsafell, Langjökul, Þingvelli, Hvalfjörð og Snæfellsnes. Einstakt fuglalíf er á staðnum og mikið er af góðum gönguleiðum eins og Akrafjall, Hafnarfjall, Skarðsheiði, Skessuhorn, Síldarmannagötur, Glymur o.fl.  Mjög góð aðstaða er í veislusalnum fyrir fermingar, giftingar, ættarmót, hópefli, gönguhópa, hestahópa og aðra hópa. Laxárbakki er einnig frábær staður fyrir aðdáendur norðurljósa því þar skapast oft mjög góð skilyrði til að njóta fegurðar þeirra.
  Ferðaþjónustan á Laxárbakka býður upp á gistingu í 12 glæsilegum studióíbúðum fyrir allt að 31 manns og 6 svefnherbergi í gistihúsi fyrir allt að 14 manns. Stór veitingarstaður er á staðnum sem tekur allt að 100 manns í sæti. Heimasíða Laxárbakka er:  http://www.laxarbakki.is

  Eignin er samkvæmt fasteignaskránni um 1.1489 m2 og saman stendur af;

  ÍBÚÐIR:
  12 glæsilegar íbúðir sem eru í tveim aðskildum einingum/álmum þar sem rými er fyrir allt að 31 manns í gistingu.
  Í annari einingunni/álmunni eru 9 íbúðir sem staðsettar eru við hliðina á veitingastaðnum. Hver íbúð er á bilinu 35-40 m2 af stærð. Gengið er inní eininguna/álmuna í gegnum sameiginlega flísalagða forstofu. Flísalagður gangur tekur síðan þar við þar sem gengið er inn í hverja íbúð. Við enda gangs er hurð út á sameiginlega stóra verönd með heitum potti og gufubaði. Dyrasímakerfi er við íbúðirnar. Á ganginum er sameiginlegt flísalagt þvottahús með hvítum skápum og vöskum og í þessari sameign eru einnig fimm flísalagðar geymslur. Allar íbúðirnar eru með sér svölum þar sem hægt er að dáðst af fallegu landslaginu allt í kring og eru íbúðirnar merktar frá númer 201 til 209.  Í öllum íbúðunum eru eldhúsinnréttingar úr ljósri viðarinnréttingu með helluborði, ofni og góðum ísskápum, borðkrók, stofu og svefnaðstöðu. Sér baðherbergi eru í hverri íbúð ásamt baðherbergisinnréttingu, handklæðaofnum, salerni og sturtuklefum. Stórir fataskápar eru í hverri íbúð og útgangur út á svalir.
  Í hinni einingunni/álmunni eru 3 íbúðir (íbúðir 210, 211, 212) sem staðsettar eru neðan til við veitingastaðinn í áttina að ánni. Stærð hverrar íbúðar er á bilinu 40-45 fm. Sér inngangur er beint inn í þær íbúðir. Gengið er beint inn í flísalagðan gang í íbúðunum þar sem rúmgóðir fataskápar eru. Baðherbergi eru í hverri íbúð ásamt baðherbergisinnréttingu, handklæðaofnum, salerni, sturtuklefum og þvottavélaaðstaða. Íbúðirnar eru allar flísalagðar með hurð út á verönd sem snýr í suður.  Eldhúsinnréttingar eru í öllum íbúðunum úr ljósum við með helluborðum, ofnum og góðum ísskápum ásamt borðkrók, stofu og svefnaðstöðu. Stórir fataskápar eru í hverri íbúð.
  Gólfhiti er í öllum íbúðunum nema íbúð nr. 206, 207-208 og 209 en þar eru ofnar.

  GISTIHEIMILI
  Gistiheimili (starfsmannahús), stærð 161.5 fm. Gistiheimilið er staðsett í beinu framhaldi af íbúðarhúsinu.  Þar inni eru 6 svefnherbergi fyrir allt að 14 manns í gistingu.  Sameiginlegt rúmgott eldhús er fyrir þá sem gista þar ásamt setustofu. Tvö baðherbergi með salerni og sturtu eru einnig í gistiheimilinu.

  VEITINGAHÚS
  Veitingahús (351.8 fm) er rekið í sama húsi og allar íbúðirnar og er sérinngangur þangað inn. Veitingarhúsið samanstendur af stórum veislusal sem er bæði teppalagður og parketlagaður að hluta. Móttaka ferðaþjónustunnar er í andyri  veislusalsins.  Í hinum endanum er bar, sjónvarpskrókur og aðstaða fyrir skjávarpa. Handverksmarkaður er hægra megin inn af veislusalnum. Stórt iðnaðar eldhús er vinsta megin inn af veislusalnum. Eldhúsið er flísalagt með hvítum innréttingum, iðnaðareldavél og stórum og góðum ofni. Búr er inn af eldhúsinu og baðherbergi með salerni og sturtu fyrir starfsfólk.  Geymslur og kalt búr eru einnig í þessari einingu og sér rúmgóður inngangur fyrir starfsfólk.

  EINBÝLISHÚS EIGANDA
  Einbýlishús 114.4 m2 sem samanstendur af eldhúsi og stofu sem flísalagt er með náttúrulegum flísum, arinn er í stofunni og gluggar ná niður að gólfi enda náttúrufegurð mikil.  Gengið er beint út frá stofunni út á stóra viðarverönd sem nær hálfan hringinn kringum húsið. Heitur pottur er í einu horni verandarinnar. Rúmgott flísalagt baðherbergi með hvítri þvottahúsinnréttingu og sturtuklefa.  Eldhúsinnrétting er hvít/háglans með svartri granítborðplötum og góðu skápaplássi, eldavélaeyja með spanhellu og ofni, uppvöskunarvél og innbyggðum ísskáp. Svefnherbergi með góðum fataskápum, sjónvarpsherbergi og sólstofa þar sem gengið er inn í húsið. Út frá sjónvarpsherberginu koma síðan tvö önnur svefnherbergi.  Öll svefnherbergin eru parketlögð. Gólfhiti er í stofu, eldhúsi og baðherbergi og eru þau flísalögð ásamt sjónvarpsholinu og sólstofunni.

  AÐRAR EIGNIR
  Sumarbústaður (þjónustuhús) 40.5 fm. Komið er inn í lítinn flísalagðan gang. Þar inn af er flísalagt baðherbergi með lítilli innréttingu, salerni, vaski sturtuklefa og handklæðaofni.  Eitt herbergi er í sumarbústaðnum og er það parketlagt. Eldhús er sama rými og stofan og er það rými parketlagt. Eldhúsinnrétting er hvít með eldavél, ofni og góðum ísskáp. Gengið er út frá stofunni beint út á timbur verönd sem er allt í kringum bústaðinn. Gólfhiti er í öllu rýminu.

  Lítil íbúð, staðsett sömu megin og gistiheimilið/starfsmannahúsið, skilgreint sem “geymsla” á fasteignaskrá. Íbúðin er 31.1 fm en hún er búin til úr stórum gám sem er búið að breyta í litla íbúð.  Þar inni er eldhús- og svefnaðstaða, ásamt salerni og sturtu.
  Bílskúr og geymslur (skilgreind sem feymsla í fasteignaskrá). Stærð 17.9 fm. Gengið inn að neðanverðu (næst ánni).
  Lítil íbúð, staðsett á milli einbýlishússins og sumarbústaðarins. Íbúðin er búin til úr tveimur samliggjandi gámum sem er búið að breyta í litla íbúð. Í íbúðinni er eldhús- og svefnaðstaða, ásamt salerni og sturtu.
  Sánabað og sturtuaðstaða við hliðina á heita pottinum. Einingin er útbúin úr gámi.

  Allar nánari upplýsingar veitir sölustjóri Hraunhamars Helgi Jón Harðarson 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is

  http://hraunhamar.is/
  https://www.facebook.com/hraunhamar/

  Verð: 0 kr

 • Preview

  Brattagata 3B

  101 Reykjavík (Miðbær)

  Tegund: EinbýliStærð: 325 Herbergi: 7

  Hraunhamar kynnir í einkasölu fallegt og vel staðsett einbýlishús:  Um er að ræða heila húseign við Bröttugötu 3b (101 Rvk) í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjarvíkur. 
  Húsið er byggt 1905. skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð alls 325,7 fm . Einstök staðsetning í göngufæri við miðborgina .  Verðtilboð.

  ATH. þessi eign er með bílastæði/lóð fyrir 5-6 bíla. (mögulegur byggingaréttur )

  Nánari lýsing: Eignin ber tvö fastanúmer.  Jarðhæð, hæð og bílskúr 248,5 fm. og Ris 77,2 fm. Samtals er eignin 325,7 fm.

  Hæð:  3ja herbergja íbúð með sérinngangi:  komið er inn í anddyri með flísum á gólfi. Hol með flísum á gólfi, innaf holi er bað með baðkari, sturtu og upphengdu klósetti og góðri innréttingu, tengi fyrir þvottavél, flísar á gólfi. Hjónaherbergi er með skáp og parketi á gólfi. Eldhús með efri og neðri skápum. Borðstofa . Björt stofa með parketi á gólfi er innaf borðstofu. Sólskáli er nýttur sem skrifstofa, þaðan er gengið út á svalir.

  Jarðhæð: Jarðhæðinni er skipt í íbúð og stórt herbergi með eldhúskrók og sér baði. (jarðhæð er skráð sem kjallari á samþykktum teikningum og eignaskiptasamningi.)
  Íbúð 1 . er með sérinngangi. Tvö svefnherbergi með dúk á gólfi og skápum. Eldhús með efri og neðri skápum, korkflísar á gólfi. Rúmgóð borðstofa með dúk á gólfi. Bað með vaski og klósetti, flísar á gólfi og veggjum. Sér herbergi með sturtu.
  Herbergi.  Gengið er inn frá bílskúr og niður góðan teppalagðan stiga. Stórt herbergi með korkflísum á gólfi og skáp. Borðkrókur með vaski og litilli innrétting er sér og innaf er bað með upphengdu klósetti, vaski og sturtuklefa, flísar á gólfi og hluta veggja. Geymsla er innaf borðkróki.

  Bílskúr: Búið er að innrétta bílskúrinn sem stúdíó íbúð, baðherbergi með sturtu og klósetti, flísar á gólfi, eldhús með efri og neðri skápum, korkflísar eru á gólfi. Björt og rúmgóð stúdíó íbúð. (íbúðin er ósamþykkt)
  Ris: rúmgóð 3ja herbergja íbúð með sérinngangi: komið er inn í anddyri með flísum á gólfi, þaðan er gengið upp góðan teppalagðan stiga upp í risíbúð. Þegar komið er upp stigann er útgengt útá svalir. Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum með dúk á gólfum, rúmgóð stofa er með dúk á gólfi og þaðan er útgengt út á svalir. Bað með sturtuklefa, klósetti og innréttingu, tengi er fyrir þvottavél. Eldhús með efri og neðri skápum og uppþvottavél.

  Í húsinu hafa eigendur undanfarin ár rekið gistiheimili, Þetta er húseign sem býður uppá mikla möguleika, sérstaklega vegna staðsetningar hennar.  Eignin er veðbandalaus.

  Nánari uppl. gefur Helgi Jón sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is

  https://www.facebook.com/hraunhamar/
  http://www.hraunhamar.is/

   

  Verð: 0 kr

Nýjustu eignir á skrá

+ Sjá fleiri
 • Gauksás

  221 Hafnarfjörður

  181 fm   Parhús   4 herb.

  Verð: 68.900.000 kr.

 • Hesthús kaldár

  220 Hafnarfjörður

  109 fm   Hesthús   0 herb.

  Verð: 18.900.000 kr.

 • Gjótuhraun

  220 Hafnarfjörður

  417 fm   Atvinnuhúsnæði   1 herb.

  Verð: 89.000.000 kr.

 • Reykjavíkurvegur

  220 Hafnarfjörður

  330 fm   Atvinnuhúsnæði   0 herb.

  Verð: 55.000.000 kr.

 • Brattholt

  270 Mosfellsbær

  131 fm   Raðhús   3 herb.

  Verð: 44.500.000 kr.

 • Grænakinn

  220 Hafnarfjörður

  67 fm   Fjölbýli   2 herb.

  Verð: 29.900.000 kr.

 • Laufvangur

  220 Hafnarfjörður

  87 fm   Fjölbýli   3 herb.

  Verð: 32.900.000 kr.

 • Hverfisgata

  220 Hafnarfjörður

  152 fm   Hæð   6 herb.

  Verð: 46.900.000 kr.

 • Miðhús

  112 Reykjavík (Grafarvogur)

  176 fm   Einbýli   5 herb.

  Verð: 69.800.000 kr.

 • Laugarásvegur

  104 Reykjavík (Vogar)

  213 fm   Einbýli   6 herb.

  Verð: 120.000.000 kr.

 • Kríuás

  221 Hafnarfjörður

  129 fm   Fjölbýli   5 herb.

  Verð: 44.900.000 kr.

 • Norðurbakki

  220 Hafnarfjörður

  123 fm   Fjölbýli   3 herb.

  Verð: 59.900.000 kr.

 • Norðurbakki (ós

  220 Hafnarfjörður

  120 fm   Fjölbýli   3 herb.

  Verð: 72.420.000 kr.

 • Eiðistorg

  170 Seltjarnarnes

  164 fm   Atvinnuhúsnæði   1 herb.

  Verð: 35.900.000 kr.

 • Laxárbakki

  301 Akranes

  1149 fm   Atvinnuhúsnæði   3 herb.

  Verðtilboð

 • Brattagata

  101 Reykjavík (Miðbær)

  325 fm   Einbýli   7 herb.

  Verðtilboð

Ertu að selja... ?

Skráðu upplýsingarnar hér fyrir neðan og við höfum samband við þig.