Hlutdeildarlán

Átt þú rétt á hlutdeildarláni?

Hlutdeildarlán er í boði fyrir einstaklinga sem eru að kaupa fyrstu eign og fyrir þá einstaklinga sem hafa ekki átt húsnæði síðastliðin fimm ár. 

Kaupandi þarf þá að leggja fram lágmark 5% í úborgun á kaupverði, lánastofnun veitir þá 75% lán og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir þá allt að 20% hlutdeildarlán. 

Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni en lántaki endurgreiðir lánið þegar eignin er seld eða við lok lánstímans. Hlutdeildarlán er almennt veitt til 10 ára en heimilt er að framlengja lánstímann um 5 ár í senn eða mest til 25 ára alls. Hlutdeildarlán fylgir því verðbreytingu eignarinnar til hækkunar eða lækkunar.