Um okkur

Hraunhamar fasteignasala veitir framúrskarandi þjónustu hvað varðar sölu og kaup á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og öðrum fasteignum. Starfsmenn fasteignasölunnar eru 9 talsins og búa þau yfir áratuga samanlagðri starfsreynslu og þekkingu á sviði fasteignaviðskipta og er helsta markmið þeirra að veita trausta, persónulega og faglega þjónustu.

Hraunhamar selur fasteignir út um allt land en helsta markaðssvæðið er stór höfuðborgarsvæðið, þá sérstaklega Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes.

Fasteignasalan er og hefur verið ein stærsta fasteignasala landsins um árabil en hún var stofnuð í nóvember 1983. Fyrirtækið er búið að vera í eigu sömu aðila síðast liðin 27 ár.

Hraunhamar er meðal þeirra 1,7% framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi samkvæmt Credit info árið 2015, 2016 og 2017. En þess má geta að aðeins 6 fasteignasölur á landinu eru í þeim hóp.

Hraunhamar ehf - Bæjarhraun 10, 221 Hfj - S: 520-7500 - Netfang: [email protected] - Kt 6811830199 - VSKnr 18272 , Mán-föst 9:00-17:00