Bjarkarlundur 7, 641 Húsavík
Tilboð
Sumarhús
4 herb.
125 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2010
Brunabótamat
72.580.000
Fasteignamat
44.450.000

Hraunhamar fasteignasala og Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 [email protected] kynna: Sumarhúsið/heilsárshúsið Bjarkarlundur 7, 641 Húsavík (Rósakot) 

Um er ræða einstaklega vandað sveitasetur, byggt 2009/2010, sem staðsett er í einstaklega skjólgóðu umhverfi á birkigróinni 3000 fm lóð í hrauninu rétt við Laxá í Aðaldal.

Í húsi og viðbyggingum eru fimm svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrting, þvottahús, eldhús og mjög rúmgóð stofa/borðstofa með aukinn lofthæð og arinn. Utandyra er um 125m mynstursteyptur sólpallur með rafmagns nuddpotti, útiarinn og timburgrindverki. Framan við húsið er einnig timburklæddur pallur ásamt blómakössum.

Birt stærð hússins eru 125,5 fm skv. Þjóðskrá Íslands en heildar fermetrar eru u.þ.b. 140 alls.

Húsið er búið vönduðum innréttingum, tækjabúnaði og húsbúnaði sem að hluta til getur fylgt með í kaupunum. 

Skipti á minni eign koma til greina. 
 
Nánari lýsing: 
Húsið er skráð 112m2 að grunnfleti og gestahús 13,5m2 sem staðsett er á móti stofu sunnan við húsið, samtals 125,5m2. Heildar rými hússins er nú u.þ.b. 140m2 að meðtöldu sér tengirými fyrir vatn og rafmagn sem og geymslu sem hefur nýlega verið byggð. Geymslunni hefur nú verið breytt í auka herbergi með svefnrými fyrir 4-5. Fimm svefnherbergi með hjónarúmum eru nú í húsinu sem getur tekið 13-14 manns í gistingu. Tvær snyrtingar eru í húsinu og önnur með stórri sturtu. Húsið ásamt geymslu (nú herbergi) ásamt gestahúsi tengjast saman og er mynstursteyptur pallur á milli húsa með tilbúnum hitalögnum tengt gólfhitakerfi hússins. Undirstaða er því nú þegar klár fyrir byggingu sólskála sem hægt erl að reisa og tengja saman öll rýmin í eina heild. Einnig er búið að steypa sökkla undir 20 fermetra geymslu/tómstundahús norðan við húsið og eru smíðateikningar tilbúnar og samþykktar. Að þessum viðbótar rýmum meðtöldum yrði heildar rýmið tæplega 180m2.  
 
Aðal byggingin stendur á steyptri plötu, í húsinu er gólfhitakerfi en gestahús og auka gestaherbergi eru hituð upp með olíufylltum rafmagnsofnum. Lögn frá gólfhitakerfi er þó til staðar fyrir þessi rými og því er hægt að breyta ofnum í hefðbundna vatnsofna ef áhugi er fyrir hendi. Öll rými fyrir utan blautrýma eru klædd með einstaklega slit- og rispuþolnu Pergo harðparketi frá Agli Árnasyni sem þolir vel raka og hitasveiflur sem getur komið sér vel ef hitastig húsins er lækkað niður til að spara rafmagn, t.d. að vetri til þegar notkun á húsinu er minni. Í þvottahúsi og baði eru Marazzi parketflísar frá Álfaborg sem eru nokkurnvegin í sama stíl og parket húsins. Allar innréttingar í eldhúsi, búri, þvottahúsi og baði eru sérsmíðaðar og sprautulakkaðar. Gluggar eru með tvöföldu gasfylltu K gleri. 
 
Loft er tekið upp í stofu, borðstofu og eldhúsi sem saman mynda skemmtilegt samveru rými. Viðarbitar eru í loftum sem gefa húsinu sértakalega skemmtilegan stíl. Led ljós kastarar eru í stofu, borðstofu og stofu í aðalrými. Í aðalrými húsins hefur verið hlaðinn fallegur franskur arinn sem passar vel inn í sveita þema húsins. Í borðstofu er sérsmíðað gróft borðstofuborð í sama stíl sem getur fylgt með í kaupum. Í eldhúsi er gashelluborð með fjórum hellum, einnig eru tvær sér spansuðuhellur. Í eldhúsi er innbyggð AEG uppþvottavél ásamt ísskáp með frystihólfi. AEG þvottavél er í þvottahúsi, og er allur búnaður í húsinu hinn vandaðasti. Í húsinu eru öryggismyndavélar. 
 
Í sérbyggðu tengirými utan á húsinu er 300 ltr neysluvatnskútur, hitatúba og varmadæla (tvöfalt hitakerfi) ásamt 150 ltr kút tengd við gólfhitakerfið, sparnaður varmadælu er umtalsverður - áætlað  55-65%. Rafmagnsheimtaugin er 50 amper og 3ja fasa. Of langt mál er að telja allt upp í húsinu og því er sjón sögu ríkari. 
 
Þrívíddarteikningar fylgja húsinu og þar má sjá hvaða möguleika húsið hefur upp á að bjóða varðandi frekari uppbyggingu og þróun. Sannarlega margir áhugaverðir og spennandi möguleikar fyrir rétta aðila. Skipulag húsins má sjá á grunn teikningu sem og þrívíddarteikningum. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu eða fyrirtæki sem hefur áhuga á að eignast einstakt hús, eignin getur einnig nýst sem fjárfestingarkostur þar sem útleiga á húsinu gæti verið áhugaverður kostur. 

Stutt er í allar helstu náttúruperlur norðurlands frá bústaðnum og er Mývatn, Bárðardalur, Goðafoss, Ásbyrgi, Hljóðaklettar og Dettioss og svo eitthvað sé nefnt, rétt innan seilingar. Einnig eru víða fallegir og áhugaverðir staðir í Aðaldalnum sem ávallt er skemmtilegt að heimsækja. Í næsta nágrenni eru fallegir og gjöfulir veiðistaðir og þar má helst telja Laxá í Aðaldal sem óþarft er að lýsa enda má víða finna hástemmdar lýsingar veiðimanna og náttúruunnanda um hana og umhverfi hennar. Einnig má nefna Mýrarkvísl sem rennur í Laxaánna og Skjálfandafljótið sem er talið eitt best geymda leyndarmálið í laxveiðinni á Íslandi í dag. Einnig eru áhugaverð veiðivötn víða í nágrenninu sem oft gefa góða veiði. Gott berjarland er í skógarbotninum í kringum húsið þar sem má finna Bláber og Aðalbláber á haustin. Miklar og góðar veiðlendur rjúpna og gæsa eru einnig í næsta nágrenni.  
 
Húsavík er í u.þ.b. 12-15 mínútna aksturs fjarlægð þar sem hægt er að sækja alla nauðsynlega þjónustu og afþreyingu. Aðaldalsflugvöllurinn (flugstöðin) er í aðeins 5 mínútna fjarlægð og er áætlunarflug til Reykjavíkur 2-3 sinnum á dag. Mývatn er í u.þ.b. 30 mínútna fjarlægð og Akureyri  35-40 mínútur, ef farið er í gegnum Vaðlaheiðagöng.

Húsið er leigt út töluvert í dag og er til fullbúin heimasíða ásamt bókunarkerfum á flestum miðlum sem getur fylgt með. 

Allar nánari uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða [email protected]

og Glódís Helgadóttir lgf. í s. 659-0510 eða [email protected]

Skoðunarskylda: 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi

Hraunhamar er ein af elstu fasteignasölum landsins, stofnuð 1983. 
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár ! – Hraunhamar.is 

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.